27 Janúar 2009 12:00

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, sjö á laugardag og þrír á sunnudag. Níu voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta voru níu karlar karlar á aldrinum 19-62 ára og þrjár konur, 26, 45 og 56 ára. Flestir karlanna eru á þrítugsaldri. 

Á sama tímabili tók lögreglan fimm ökumenn í Reykjavík sem voru undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða fimm karla og eru fjórir þeirra á þrítugsaldri en sá fimmti er 19 ára.