20 Janúar 2015 11:02
Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Einn var tekinn á föstudagskvöld, níu á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru fjórtán karlar á aldrinum 18-41 árs og ein kona, 25 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi.
Þess má geta að ökutæki yngsta ökumannsins í áðurnefndum hópi var tekið í vörslu lögreglu í samræmi við 107. gr. umferðarlaga (haldsréttur í ökutækjum).