13 Janúar 2009 12:00

Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex voru stöðvaðir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Tíu voru teknir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Þetta voru tíu karlar karlar á aldrinum 18-65 ára og ein kona, 21 árs.

Á sama tímabili tók lögreglan þrjá ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna en þeir voru allir stöðvaðir í Reykjavík. Um var að ræða tvo karla, 28 og 34 ára, og eina konu, 18 ára.