6 Nóvember 2007 12:00

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, fimm á laugardag, sjö á sunnudag og einn í fyrrinótt. Tíu voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta voru allt karlar á aldrinum 22-47 ára.

Þá voru fjórir karlar, 17-24 ára, og ein kona, 29 ára, tekin fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Tveir karlanna voru stöðvaðir í Reykjavík en hinir í Kópavogi og Garðabæ. Akstur konunnar var hinsvegar stöðvaður í Hafnarfirði.