4 Desember 2007 12:00

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sjö á laugardag og þrír á sunnudag. Sex voru teknir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 17-57 ára og tvær konur, 28 og 33 ára. Þá voru þrír piltar um tvítugt teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna á laugardag. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Kópavogi en sá þriðji í Reykjavík.

Um helgina var 71 umferðaróhapp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.