16 Febrúar 2009 12:00

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og þrír fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Einn þessara ökumanna, karl á þrítugsaldri, lenti í umferðaróhappi í miðborginni og fór af vettvangi án þess að útkljá málið. Lögreglan náði í skottið á kauða örskömmu síðar en þá var hann sakleysið uppmálað. Af bílnum hans að dæma var hinsvegar ljóst að maðurinn hafði ekki komist klakklaust í gegnum umferðina. Allar skýringar hins ölvaða ökumanns þóttu lítt trúverðugar og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.