7 Apríl 2009 12:00

Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, tveir á laugardag og fjórir á sunnudag. Þrír voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Garðabæ og Mosfellsbæ. Þetta voru sex karlar, allir á þrítugsaldri, og ein kona, 52 ára. Einn karlanna lenti í umferðaróhappi en viðkomandi missti stjórn á bifhjólinu sínu eftir að hafa ekið því á ofsahraða um nokkrur götur borgarinnar. Á sama tímabili voru þrír teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Þetta voru tvær konur og einn karl en þau eru öll á þrítugsaldri. Yngri konan, sem hafði þegar verið svipt ökuleyfi, var á stolnum bíl. Með henni í för var karl um þrítugt og var hann sömuleiðis handtekinn.

Í gær og nótt stöðvaði lögreglan svo för sjö ökumanna til viðbótar sem voru ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Sex þeirra voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi en um var ræða fjóra karla og þrjár konur. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.