22 Október 2007 12:00

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex voru stöðvaðir á laugardag og jafnmargir á sunnudag. Sjö voru teknir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og einn í Garðabæ. Þetta voru níu karlar á aldrinum 21-40 ára og þrjár konur, 18, 24 og 52 ára.

Um helgina voru einnig fjórir karlar og ein kona, sem öll eru á þrítugsaldri, tekin fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Einn karlanna var stöðvaður í Hafnarfirði en hin í Reykjavík. Tveir karlanna voru teknir á föstudagskvöld, einn á laugardagskvöld og annar í nótt en í bíl þess síðastnefnda fundust ætluð fíkniefni og hnífur en hvorutveggja var haldlagt. Konan í þessum vafasama hópi var stöðvuð á laugardagskvöld en hún var á stolnum bíl.