23 Maí 2012 12:00

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Þetta voru tveir karlar, 29 og 47 ára, og ein kona, 54 ára, en annar karlanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um hraðakstur í umdæminu í gær en einn ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Um var að ræða konu á fertugsaldri en bíll hennar mældist á 69 km hraða í Safamýri en þar er hins vegar 30 km hámarkshraði.