3 Janúar 2003 12:00

Hér er að sjá yfirlit yfir fjölda þeirra sem grunaðir hafa verið um ölvunarakstur á árinu 2002 samkvæmt bráðabirgðatölum úr dagbók lögreglu. Lögreglan í Reykjavík setti sér þau markmið í upphafi þessa árs að beina kröftum sínum að alvarlegustu brotunum í umferðinni, þar með talið ölvunarakstri. Í lok ársins var lögreglan í Reykjavík með sérstakt átak með það að markmiði að fækka ölvunarakstursbrotum og var ökumönnum bent á hvaða sektir væru við slíkum brotum. Á heimasíðu hafa verið birtar tilkynningar með reglulegum hætti um alvarleika ölvunaraksturs til að leggja meiri þunga á skilaboðin auk þeirrar umfjöllunar sem hefur verið í fjölmiðlum.

Alls voru 852 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur á árinu 2002 (sjá töflu 1). Ljóst er að brotum hefur fækkað töluvert og eru þau um 23% færri sé miðað við meðaltal síðustu fimm ára. Hlutfallslega er mest fækkun í desember eða um 58%, sem bendir til að átak lögreglu gegn ölvunarakstri hafi skilað sér í færri brotum. Það verður að teljast athyglisvert þegar það er haft í huga að lögreglan stöðvaði mjög marga ökumenn í þessum mánuði. Þannig er í þessu tilfelli ekki um að ræða fjölgun upplýstra brota með frumkvæðisvinnu lögreglu, heldur þvert á móti hafa ökumenn tekið ábendingum alvarlega og niðurstöður benda til að dregið hafi úr brotum.

Tafla 1. Bráðabirgðatölur um fjölda ökumanna sem grunaðir voru um ölvun við akstur árið 1998-2002 samkvæmt dagbók lögreglu

1998

1999

2000

2001

2002

Breyting frá meðaltali %

Alls

1.097

1.032

1.470

1.043

852

-22,5

Janúar

100

87

109

81

83

-9,8

Febrúar

70

87

98

90

108

19,2

Mars

115

62

123

99

99

-0,6

Apríl

91

52

121

74

69

-15,2

Maí

111

82

141

96

84

-18,3

Júní

86

84

171

116

76

-28,7

Júlí

68

99

155

103

67

-31,9

Ágúst

89

102

98

77

55

-34,7

September

72

82

85

91

50

-34,2

Október

105

81

138

60

53

-39,4

Nóvember

73

98

125

64

68

-20,6

Desember

117

126

106

92

40

-58,4

Þegar desember mánuður er skoðaður sérstaklega má sjá í töflu 2 fækkun brota síðastliðin fimm ár. Einnig er að sjá fjölda grunaðra ökumanna á tveimur tímabilum í þessum mánuði. Það er annars vegar á tímabilinu 1.-10. desember og hins vegar fjöldi brota frá 1.-23. desember. Þannig sést að fram á aðfangadag þá voru brotin aðeins 26 talsins í ár, eða um fjórðungur af því sem þau voru árið 1998. Einnig má sjá að aðeins einn ökumaður var tekinn að meðaltali á dag í desember árið 2002 en þeir voru um fjórir að meðaltali árið 1998 og 1999, og þrír að meðaltali árið 2000 og 2001.

Tafla 2. Samantekt úr dagbók lögreglu um fjölda þeirra sem grunaðir hafa verið fyrir ölvunarakstur í desember 1998-2002 og meðalfjöldi ökumanna sem teknir voru á dag í mánuðinum

Ár

Fjöldi í desember

Fjöldi 1.-10. desember

Fjöldi 1.-23. desember

Teknir á dag að meðaltali

1998

117

49

103

3,8

1999

126

34

89

4,0

2000

106

42

81

3,4

2001

92

22

64

2,9

2002

40

11

26

1,3