22 Júlí 2008 12:00

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, sex á laugardag og tveir á sunnudag. Sjö voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þetta voru níu karlar á aldrinum 23-50 ára og ein kona, 30 ára. Tveir af þessum ökumönnum hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Á föstudagskvöld stöðvaði lögreglan konu á þrítugsaldri við akstur en hún var undir áhrifum fíkniefna. Með henni í för var karl um þrítugt og var hann sömuleiðis handtekinn. Þau voru á stolnum bíl en í honum fundust einnig gaskútar sem voru illa fengnir.