10 Febrúar 2009 12:00

Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á föstudagskvöld, ellefu á laugardag, sex á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Fimmtán voru teknir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimmtán karlar á aldrinum 17-60 ára og sex konur, 17-48 ára. Langflestir karlanna, eða ellefu, eru á þrítugsaldri.