5 Febrúar 2010 12:00

Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Fjórir voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. Þetta voru þrír karlar og þrjár konur en fólkið er á aldrinum 18-60 ára. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för karls á fimmtugsaldri í Reykjavík en sá var við akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuleyfi.