9 Júlí 2010 12:00
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Þetta voru karl á sextugsaldri og 18 ára stúlka. Hann var stöðvaður í Hafnarfirði en hún í miðborginni. Í gær voru líka allmargir ökumenn teknir fyrir hraðakstur í umdæminu en einn þeirra, rúmlega tvítugur piltur, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.