26 Apríl 2007 12:00

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík en þetta voru allt karlmenn á ýmsum aldri. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sá þriðji var með löngu útrunnið ökuskírteini. Sá síðasttaldi lenti þar að auki í umferðaróhappi en hann ók bíl sínum aftan á annað ökutæki sem kastaðist síðan áfram á það þriðja. Engin slasaðist alvarlega en tjónið er allnokkuð. Þá stöðvuðu lögreglumenn 18 ára ökumann í Kópavogi en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi.