18 Desember 2007 12:00

Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Þrír voru stöðvaðir á föstudag, ellefu á laugardag, átta á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þrettán voru teknir í Reykjavík, fjórir í Kópavogi og tveir í Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta var tuttugu og einn karl á aldrinum 17-54 ára og tvær konur, 36 og 44 ára. Fimm þessara ökumanna voru réttindalausir, fjórir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi og einn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá reyndist einn vera á stolnum bíl.

Um helgina voru jafnframt þrír karlar á þrítugsaldri teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru allir stöðvaðir í Reykjavík. Karl á líkum aldri var stöðvaður fyrir sömu sakir í borginni í gærkvöld en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá var tvítugt kona tekin fyrir fíkniefnaakstur í nótt en hún var stöðvuð í Hafnarfirði.