27 Maí 2008 12:00

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, fimm á laugardag og átta á sunnudag. Fjórtán voru teknir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 18-63 ára og fjórar konur en þær eru 18, 23, 26 og 61 árs. Fimm karlanna eru á þrítugsaldri, tveir á fertugsaldri, tveir á sextugsaldri, einn á sjötugsaldri og þrír undir tvítugu.

Um helgina tók lögreglan einn ökumann sem var undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en sá var stöðvaður í Reykjavík aðfaranótt laugardags.