14 Desember 2003 12:00

Lögreglan í Reykjavík hefur það sem af er mánuðinum haft uppi aðgerðir gegn ölvunarakstri. Á yfirstandandi helgi hafa 4 ökumenn verið stöðvaðir vegna slíkra aðgerða auk þess sem einn sviptur ökumaður var stöðvaður og þrir sem höfðu útrunninn ökuskirteini. Aðgerðir lögreglu hafa að mestu verið á þeim tíma þegar reynslan hefur sýnt lögreglu að aðgengt er að ökumenn skapi öðrum hættu í umferðinni með því að setjast undir stýri eftir neyslu áfengis. Þrátt fyrir að lögreglan hafa haft áberandi umfjöllun um aðgerðir sína og hvatt ökumenn til að virða umferðarreglur  kemur í ljós að heldur fleiri ökumenn eða 17 hafa verið stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur þessa  fyrstu 14 daga jólamánaðarins en á sama tíma í fyrra þegar þeir voru 10.

Lögreglan ítrekar því fyrri ábendingar sínar um að aðgerðum á þessu sviði verður haldið áfram en ökumenn eru beðnir að virða umferðarlög með því að aka ekki eftir neyslu áfengis.