12 Febrúar 2008 12:00

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Fimm voru stöðvaðir á laugardag og sjö á sunnudag. Tíu voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. Þetta voru allt karlar á aldrinum 17-50 ára. Fjórir í þessum hópi eru undir tvítugu og jafnmargir eru á þrítugsaldri. Á sama tímabili tók lögreglan tvo ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna. Annar var stöðvaður í Reykjavík en hinn í Mosfellsbæ. Um var að ræða tvo karla á fertugsaldri.

Eitt hundrað umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en tvö þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild.