30 Desember 2020 09:28

Undanfarna daga höfum við fengið mikið af tilkynningum vegna ónæðis af völdum skoteldasprenginga seint á kvöldin og langt fram eftir nóttu á  höfuðborgarsvæðinu.

Því viljum við minna fólk á að í reglugerðinni um notkun skotelda segir m.a. að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð, 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá kl. 22.00 til kl. 10.00 daginn eftir að undanskilinni nýársnótt.

Óheimilt er að breyta á nokkurn hátt skoteldi þannig að hann hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til. Við meðferð og vörslu skotelda skal ítrustu varúðar gætt og ætíð farið eftir skráðum leiðbeiningum.