20 Mars 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um eitt þúsund kannabisplöntur. Meirihluti þeirra var skammt á veg kominn en ekki er talið að þessi ræktun hafi staðið yfir lengi. Karl um fertugt var handtekinn og yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar. Hann er nú laus úr haldi en maðurinn hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu.

Þess má geta að í fyrrakvöld stöðvaði lögreglan kannabisræktun á þessum sömu slóðum, líkt og fram hefur komið. Um er að ræða húsnæði á Melunum ofan við Vesturlandsveg, norðan Leiruvegar og Varmadalsvegar.