28 Maí 2019 11:07

Vegna fyrirspurna um opnunartíma skemmtistaða nk. fimmtudag, þ.e. uppstigningardag, er því til að svara að þá mega skemmtistaðir vera opnir eins og um sunnudag væri að ræða. Opnunartími skemmtistaða á miðvikudagskvöld og aðfaranótt uppstigningardags er því eins og um helgi væri að ræða.

Fyrir áhugasama má geta þess að uppstigningardagur er einn af mörgum lögbundnum frídögum ársins og ber upp á fimmtudag, 40 dögum eftir páska og er einn af hátíðisdögum íslensku kirkjunnar.