16 Desember 2010 12:00

Á dögunum beindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim vinsamlegu tilmælum til hlaupara að þeir noti endurskinsmerki enda er þessi hópur oft á ferð í myrkri á eða við umferðargötur. Með því, og auðvitað að virða umferðarlög og reglur, stuðla þeir bæði að eigin umferðaröryggi og annarra. Þessum tilmælum var vel tekið en nú vill lögreglan einnig beina þeim til reiðhjólamanna. Hinum sömu er jafnframt bent á mikilvægi þess að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi en á því er nokkur misbrestur. Undanfarna daga hefur stundum litlu máttu muna að reiðhjól og bílar rækjust á í umferðinni. Oftar en ekki eru reiðhjólamenn dökkklæddir á ferð og ekki bætir það ástandið ef annað er í ólagi.