15 Desember 2022 15:13

Nú hafa verið sett upp ný skilti við gönguleiðina niður í Reynisfjöru til viðvörunar fyrir ferðamenn um þá hættu sem stafað getur af öldufari við ströndina.  Samhliða uppsetningu skiltanna var sett upp viðvörunarkerfi sem varar við yfirvofandi hættu með grænu, gulu eða rauðu blikkandi ljósi.   Þessar merkingar eru í samræmi við það sem þekkist víða um heim og standa vonir til þess að með því megi auka árvekni ferðamanna sem fara niður á ströndina.

Einnig hafa verið settar upp Öryggismyndavélar við fjöruna og streyma þær myndefni beint inn á varðstofur lögreglunnar, bæði í umdæminu og í fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð í Reykjavík.

Verkefnið er unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Vegagerðar, Neyðarlínu, Veðurstofu og Mýrdalshrepps auk þeirra fjölmörgu landeigenda sem komið hafa að máli.  Nánar má lesa um það á vefsíðu Ferðamálastofu (hér)

Það er frekar kuldalegt að sjá yfir Reynisfjöru í dag.  Skjámynd af vél lögreglu.