18 Febrúar 2011 12:00

Fyrr í vikunni var lögregla kölluð að heimili á höfuðborgarsvæðinu vegna ágreinings um tölvunotkun. Þar áttu mæðgin í útistöðum en þrætueplið var tölvunotkun sonarins. Móðirin vildi meina að tölvunotkunin bitnaði á náminu en pilturinn sá hlutina ekki sömu augum. Reynt var miðla málum og síðan farið af vettvangi. Ekki er vitað hvort viðvarandi lausn fannst á tölvunotkun unglingsins á þessu heimili en vandamálið er ekki með öllu óþekkt. Um það vitna önnur útköll lögreglu af sama tagi.