21 Desember 2017 15:17

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt fjölda muna í tengslum við rannsóknir hennar á innbrotum og þjófnuðum í ökutæki í umdæminu í haust og vetur, eða á tímabilinu frá september til desember. Í flestum málanna var farið inn í ólæsta bíla, en sýnt þykir að þjófnaðirnir hafa ekki allir verið tilkynntir til lögreglu. Þeir sem sakna muna af þessum ástæðum og frá umræddu tímabili eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið jgs@lrh.is en í póstinum þarf að koma fram nafn og símanúmer sendanda, vettvangur brots, skráningarnúmer ökutækis og upplýsingar um það sem stolið var úr ökutæki viðkomandi.