26 Febrúar 2020 16:03

Börn hafa lengi klæðst allskyns búningum á öskudaginn og engin breyting varð á því þetta árið, en krakkarnir hafa sannarlega sett mjög skemmtilegan svip á lífið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Hér áður fyrr tíðkaðist reyndar að hengja öskupoka á fólk, en það er liðin tíð eins og margt annað sem var gert á síðustu öld. Öskudagurinn á sér annars langa sögu, en hann kemur fyrir í íslenskum handritum á 14. öld. Um er að ræða sið úr katólsku, en öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu, en þessa og fleiri fróðleiksmola má lesa á vísindavefnum. Meðfylgjandi eru tvær myndir af hressum krökkum sem urðu á vegi lögreglunnar í morgun.