22 Febrúar 2023 16:56

Yngsta kynslóðin hefur farið víða á öskudaginn og tekið lagið eins og venjan er. Þessi unga snót kom í heimsókn á eina af lögreglustöðvunum í umdæminu og gerði einmitt það. Varðstjórinn tók á móti henni og sagði það hafa verið skemmtilegasta verkefni dagsins, en gesturinn fékk m.a. að setjast inn í lögreglubíl og leiddist það ekki!