20 Október 2011 12:00

Sumir eru ansi óþreyjufullir þegar bílprófið er annars vegar og hugsanlega er sextán ára piltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af í gær, í þeim hópi. Sá ók bíl sem var stöðvaður í Kópavogi um kvöldmatarleytið en eðli málsins samkvæmt hefur pilturinn ekki öðlast ökuréttindi. Varla þarf að hafa mörg orð um hættuna sem skapast af þesskonar háttsemi en til að bæta gráu ofan á svart var jafnaldri piltsins með honum í bílnum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi sami ökumaður áður gerst sekur um umferðarlagabrot.