5 Febrúar 2008 12:00

Töluvert er um ótryggð og óskoðuð ökutæki á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan hvetur eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á. Undanfarið hafa skráningarnúmer verið fjarlægð af allnokkrum ökutækjum sem uppfylltu ekki ákvæði um skoðun eða voru ótryggð. Lögreglan heldur eftirlitinu áfram næstu daga og hvetur ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða. Lögreglan heldur sömuleiðis úti reglulega eftirliti með ölvunarakstri en á föstudag mega ökumenn búast við að verða stöðvaðir vegna þessa víðsvegar í umdæminu.