31 Desember 2021 14:52
Um leið og við óskum landsmönnum árs og friðar og þökkum samtarf og samskipti á árinu sem er að líða er rétt að vekja athygli á því að nú hefur veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á morgun Nýjársdag fyrir Suðausturland. Spáin gildir frá 07:00 í fyrramálið og þar segir:
Norðaustan stormur eða ofsaveður (Appelsínugult ástand)
1 jan. kl. 07:00 – 2 jan. kl. 04:00
Norðaustan 20-30 m/s, hvassast í Öræfum og Mýrdal þar sem gera má ráð fyrir vindhviðum yfir 45 m/s. Slydda eða snjókoma með lélegu skyggni, ekkert ferðaveður.
Jafnframt hefur verið gefin út „Gul viðvörun“ vegna veðurs á Suðurlandi og á miðhálendinu og má því segja að dagurinn á morgun verði góður til bóklesturs heima og skynsamlegt að fresta öllum ferðalögum fram til annars í Nýjári.
Svæðisstjórnir björgunarsveita í umdæminu hafa verið upplýstar um málið og raforkufyrirtæki hafa virkjað viðbúnaðráætlun sína eins og venja er þegar veðurspár eru á þennan veg.
Vegagerðin hefur áform um að loka vegum frá Hvolsvelli frá kl. 7:00 í fyrramálið sem og í Öræfasveit og má nálgast má lokunarplön hennar á vef vegagerðarinnar (hér)