Mynd: Vegagerðin
23 Júní 2023 12:50

Ökumenn eru minntir á að passa bilið í Hvalfjarðargöngum, en minnst 50 metrar skulu vera á milli bíla til að minnka líkur á óhöppum og á það sömuleiðis við í öðrum jarðgöngum. Skilti við göngin segir til um að minnst 50 metrar skuli vera á milli allra bíla. Mikilvægt er að sýna aðgát þegar ekið er um göngin, ekki síst þegar umferð er mikil. Það geta enn fremur verið viðbrigði að aka inn og út úr jarðgöngum þegar bjart er úti og því vissara að vera viðbúin öllu og passa bilið.