15 Ágúst 2011 12:00
Piltur um tvítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn, sem hefur alloft komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn um helgina. Þá hafði hann komið grímuklæddur og með barefli í verslun í austurborginni og hugðist ræna þar peningum. Sem betur fer misheppnaðist ránstilraunin en þess skal getið að engan sakaði.