24 Febrúar 2010 12:00
Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 23. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn um helgina en þá hafði hann bæði brotist inn og framið rán í verslun í austurborginni þar sem hann ógnaði afgreiðslustúlku.