10 Júlí 2012 12:00
Rafmagnsbíll af gerðinni Mitsubishi MiEV var til tímabundinnar notkunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það voru aðstoðarlögreglustjórarnir Jón HB Snorrason og Hörður Jóhannesson sem prófuðu bílinn, en báðir gáfu þeir honum góða einkunn. Bíllinn, sem gengur gjarnan undir nafninu Jarðarberið, er fjögurra manna og hefur um 60-70 km drægni á einni hleðslu. Hann hentar því einstaklega vel til innanbæjaraksturs og undir það tóku þeir Jón og Hörður. Það er iðnaðarráðuneytið sem á bílinn, en þessar vikurnar er hann lánaður út til fyrirtækja og stofnana.