17 Apríl 2017 18:03

Klukkan 14:42 í dag fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að tveir menn hafi framið vopnað rán á bílastæði í Kauptúni Garðabæ, en í tilkynningu kom fram að mennirnir hafi verið vopnaðir skotvopni. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. Rannsókn málsins er í fullum gangi og er tveggja manna leitað. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu gegnum netfangið abending@lrh.is eða einka skilaboð á fésbókarsíðu embættisins.

Uppfært kl.19:10

Fjórir menn voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 19:00 í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ fyrr í dag. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um málið þar sem að rannsókn stendur yfir