8 Maí 2017 11:22

Rúmlega tvítugur piltur er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaður um að hafa framið rán í apóteki í Breiðholti í morgun. Tilkynning um ránið barst lögreglu skömmu fyrir klukkan ellefu, en ekki er ljóst hvað ræninginn hafði upp úr krafsinu, ef þá nokkuð. Starfsfólkið í apótekinu sakaði ekki, en því var vitanlega brugðið. Áðurnefndur piltur, sem var handtekinn fljótlega eftir ránið, bíður nú yfirheyrslu.