29 Desember 2006 12:00
Í framhaldi af fréttatilkynningu lögreglunnar í Hafnarfirði í gær um rán í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ er þetta að segja um rannsókn málsins:
Fjórir menn voru handteknir í gær og yfirheyrðir, þar af sá starfsmaður 11-11 sem tilkynnti um ránið til lögreglu og hafði jafnframt orðið fyrir hinni meintu árás.
Í ljós kom að um sviðsett rán var að ræða, þar sem starfsmaðurinn lék fórnarlambið og félagi hans gerandann. Báðir hafa þeir játað brot sitt. Þá hafa hinir tveir sem handteknir voru einnig játað sinn þátt í málinu. Hann telst þó mun minni en hinna tveggja.
Lögreglan hefur fundið hluta þýfisins og járnstöng þá sem hinn meinti gerandi bar þegar hann kom inn í verslunina.
Öllum mönnunum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Málið telst upplýst.