14 Nóvember 2003 12:00

Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú vopnað rán sem framið var í morgun í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Norðurbæ.  Fimm viðskiptavinir voru í bankanum er atburðurinn varð.  Engin meiðsl urðu á fólki.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir úr eftirlitskerfi Sparisjóðsins af brotamanni, sem var einn á ferð.   Maður þessi er um 180 sentimetrar á hæð og grannvaxinn, talinn vera á aldrinum 18 til 23 ára. Hann var klæddur dökkri peysu er á var ritað hvítum stöfum, „RUGBY“. Þá var hann dökkklæddur að öðru leyti.  Hann var með hníf meðferðis.

Allir þeir sem telja sig geta gefið einhverjar vísbendingar um það hver þarna var að verki, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði í síma 525 3300.