18 Október 2021 14:35

Laust fyrir hálfeitt í dag var tilkynnt um rán í apóteki í Vallakór í Kópavogi. Þar hafði maður komið inn, ógnað starfsfólki með dúkahníf og síðan haft á brott með sé lyf. Lögreglan hélt þegar á vettvang, en ræninginn var á bak og burt þegar þangað var komið. Hann er enn ófundinn, en maðurinn var klæddur í svarta 66°Norður úlpu, með svarta húfu og buff fyrir andlitinu. Engan sakaði í apótekinu, en starfsfólkinu var eðlilega mjög brugðið.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.