21 Maí 2004 12:00

Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt kl 10:24 að einstaklingur vopnaður exi hefði ruðst inn í útibú Landsbankans við Gullinbrú. Fjölmenn lögreglulið var þegar sent á staðinn í samræmi við viðbragðsáætlun lögreglu. Karlmaður fæddur 1976 var handtekinn á hlaupum í foldarhverfi í Grafarvogi kl 10:29 og exin sem talin er hafa verið notuð við ránið fannst í Frostafold.

Hinn handtekni bíður nú yfirheyrslu hjá lögreglu en hann hefur áður komið við sögu meðal annars vegna auðgunarbrota. Lögreglan útilokar ekki að fleiri einstaklingar tengist málinu en frekari upplýsingar verða gefnar um framgang rannsóknar síðar.