1 Mars 2006 12:00

Þann 22. febrúar s.l. var framið rán í lyfjaverslun við Smiðjuveg í Kópavogi. Grímuklæddur maður ógnaði starfsfólki með búrhnífi og komst undan með nokkurt magn lyfja. Rannsókn lögreglunnar í Kópavogi leiddi til þess að í gærkveldi var maður handtekinn vegna gruns um aðild hans að ráninu. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa staðið að ráninu og verið einn að verki. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur alloft áður komið við sögu lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála.