9 Febrúar 2010 12:00
Átján ára piltur hefur játað að hafa framið rán í matvöruverslun í Hlíðunum um kvöldmatarleytið á sunnudag. Hann var vopnaður hnífi og krafði starfsmann verslunarinnar um peninga og hafði eitthvað af þeim á brott með sér. Pilturinn, sem var handtekinn í Reykjavík í morgun, hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu.