9 Janúar 2004 12:00

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu kl 11:19 í dag föstudag þess efnis að tveir dökkklæddir menn hafi ruðst inn í Spron við Hátún 2. Mennirnir voru með barefli og höfðu í hótunum við starfsfólk og fengu fjármuni afhenta. Þeir hlupu síðan á brott. Þeirra er nú leitað af lögreglu en þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum í morgun eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 5699020-5999050.

Málið er á frumstigi í rannsókn og verður kynnt síðar um framgang þess.

Frekari upplýsingar frá lögreglu vegna ránsins. Kl 15:40

Lögreglan telur að mennirnir tveir sem ruddust inn í útibú SPRON við Hátún hafi komið á vettvang á reiðhjólum og síðan notað annað þeirra til að fara frá staðnum og fannst það skammt frá útibúinu. Á staðnum voru mennirnir mjög ógnandi við starfsfólk og brutu gler í einni gjaldkerastúku.

Lögreglan leitar nú tveggja karlmanna sem taldir eru vera milli 20 og 30 ára gamla. Rannsóknin miðar að því að vinna út frá þeim vísbendingum sem lögreglan hefur aflað á þeim vettvöngum sem tengjast málinu.

Frekari upplýsingar frá lögreglu vegna ránsins. Kl 11:50 Laugardag

Í haldi lögreglu eru tveir karlmenn sem taldir eru tengjast ráninu í Spron í gær. Mennirnir sem handteknir  voru í nótt eru fæddir 1986 og 1978. Yfirheyrslur standa nú yfir í málinu en ítrekað er að borgarar hafi samband við lögreglu ef þeir telja sig hafa upplýsingar sem gagnast kunna við rannsóknina