28 Desember 2006 12:00

Klukkan 23:12 í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglu um vopnað rán í verslun 11-11 í Gilsbúð, Garðabæ. Tilkynnandi, starfsmaður verslunarinnar, sagði dökkklæddan mann hafa komið hlaupandi að honum og slegið hann í andlit þannig að hann datt í gólfið. Hafi maðurinn verið íklæddur lambhúshettu og vopnaður járnstöng sem hann þó notaði ekki en hrifsaði peninga til sín, nokkra tugi þúsunda, og hvarf út í myrkrið.

Í tengslum við rannsókn málsins hafa fjórir menn verið handteknir. Þeirra bíða yfirheyrslur hjá lögreglu.  Allir eru menn þessir á tvítugsaldri.