19 Maí 2009 12:00

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir, sem voru handteknir í lok apríl, hafa báðir játað að hafa framið rán og húsbrot í Arnarnesi.