28 Apríl 2009 12:00

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir hafa báðir játað að hafa framið rán og húsbrot í Arnarnesi sl. laugardagskvöld. Tvær konur voru einnig handteknar í tengslum við rannsókn málsins en þeim hefur verið sleppt úr haldi.