21 Mars 2012 12:00

Tveir karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir, sem eru báðir innan við tvítugt, voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengju sem sprakk á rúðu skargripaverslunar í miðborginni og ráni í matvöruverslun í austurborginni. Sprengjan sprakk á fimmta tímanum í gærmorgun og ránið var framið liðlega klukkutíma síðar en málin tengjast. Þriðja mannsins er jafnframt leitað í tengslum við þessa rannsókn lögreglunnar en myndir af honum má sjá hér á síðunni en viðkomandi er jafnframt hvattur til að gefa sig fram. Þeir sem vita hvar maðurinn er niðurkominn eru 

Sprengjan sem límd var á rúðu skargripaverslunarinnar var heimatilbúin en ætlun þeirra sem að henni stóðu var að brjóta sér leið inn í verslunina. Það er mat lögreglu að með sprengjunni kunni hinir sömu að hafa skapað almannahættu. Í ráninu í matvöruversluninni var starfsmanni hennar ógnað með sprautunál en ræningjarnir komust þá undan með fjármuni.

MAÐURINN GAF SIG FRAM OG ÞVÍ VORU MYNDIRNAR AF HONUM FJARLÆGÐAR AF SÍÐUNNI.