17 Júlí 2015 15:52

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst tvö rán, sem voru framin í versluninni Samkaup í Hófgerði í Kópavogi í gær og á laugardag. Karl á þrítugsaldri hefur játað sök, en hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa verið að verki í bæði skiptin. Birtar voru myndir af ræningjanum, en í kjölfarið bárust ábendingar sem leiddu til handtöku mannsins. Lögreglan þakkar fjölmiðlum og almenningi veitta aðstoð.