21 Mars 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán, sem var framið í Dalsnesti við Dalshraun í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum. Mynd af ræningjanum sem og myndskeið úr eftirlitsmyndavél í versluninni var birt í fjölmiðlum, en leitað var liðsinnis almennings í leitinni að ræningjanum. Sá reyndist vera ungur karlmaður og hefur hann játað aðild sína að málinu.